Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
sendiráðsathvarf
ENSKA
diplomatic asylum
Svið
utanríkisráðuneytið
Rit
Orðasafn á sviði utanríkisþjónustu
Skjal nr.
Diplo
Athugasemd
Í ritinu Meðferð utanríkismála eftir Pétur J. Thorsteinsson er þetta um sendiráðsathvarf: Í þjóðarétti eru engar almennar, viðurkenndar reglur um sendiráðsathvarf ("diplomatic asylum"), þ.e. þau tilvik þegar menn leita griðlands á sendiráðssvæði, né um ríkisathvarf ("territorial asylum"), þ.e. tilvik þegar pólitískir flóttamenn óska viðtöku og verndar í ákveðnu ríki. Fyrr á tímum, allt frá 15. öld, var algengt að sendiráð tækju undir vernd sína á sendiráðssvæðinu pólitíska flóttamenn eða menn sem voru að flýja undan réttvísinni. Þá var sendiráðið talið vera hluti af sendiríkinu lagalega séð. En nú á dögum á "úrlendiskenningin" fáa fylgjendur (sbr. III.A.I.) og réttur til að veita sendiráðsathvarf er ekki viðurkenndur nema að mjög takmörkuðu leyti í nokkrum löndum heims.

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira